Hádegisverður

Matborðið hefur í áratugi boðið upp á ljúffengar, heitar hádegismáltíðir í þægilegum bökkum sem henta jafnt einstaklingum sem hópum.

Við leggjum okkur fram við að bjóða fjölbreyttan og spennandi matseðil alla daga, þar sem fersk hráefni og gæði eru í forgangi. Þannig tryggjum við að hver máltíð bragðist jafn vel og sé eins næringarrík og mögulegt er.

Hjá okkur geta viðskiptavinir einnig fengið stærri einingar fyrir hópa, þar sem hver og einn skammtar sér á disk.

Þú hefur möguleika á að fá matinn sendan beint til þín, þannig að starfsfólk eða gestir njóti alltaf heitrar og ferskrar máltíðar – án fyrirhafnar.