Hádegismatur fyrir fyrirtæki

Við höfum eldað ferskan og bragðgóðan hádegismat í yfir 40 ár og sent hann beint á vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu. Einfalt fyrir fyrirtækið – næringarríkt fyrir starfsfólkið.

Hádegismatur fyrir fyrirtæki

Komdu að borðinu með Matborðinu!

  • Nýr matseðill í hverri viku
  • Heitur hádegismatur beint á vinnustaðinn
  • Matur í bökkum og stærri einingum fyrir sjálfsskömmtun
  • Fjölbreytt og ljúffeng máltíð á hverjum degi
  • Engin binding – pantaðu eins og hentar

Hádegismatur hjá Matborðinu

Nýr matseðill í hverri viku

Þú getur séð alla vikuna fram í tímann og valið það sem hentar best.

Þægileg afhending beint í fyrirtækið

Við komum með matinn á réttum tíma, í einstaklingsbökkum eða stærri ílátum.

Ferskt og hollt hráefni

Við notum eingöngu gæðahráefni til að tryggja bragð og næringu.

Sveigjanlegar pantanir

Hægt er að panta fyrir einn dag, alla vikuna eða lengri tíma í senn.

Matseðill vikunnar

5. janúar – 9. janúar 2026

Mánudagur

Aðalréttur

Minestrone súpa
Plokkfiskur með kartöflum, gulrófum, rúgbrauði og smjöri

Kabarett

Minestrone súpa
Pasta „carbonara“ með beikoni, röstí kartöflum, salati og hvítlauksbrauði
Þriðjudagur

Aðalréttur

Gulrótarsúpa
Steiktar kjötfarsbollur með soðnum kartöflum, rauðrófum, brúnni sósu og sultu

Kabarett

Gulrótarsúpa
Pönnusteiktur lax með soðnum kartöflum, spergilkáli og kaldri vorlaukssósu
Miðvikudagur

Aðalréttur

Rósakálssúpa
Indverskur kjúklingapottréttur með hrísgrjónum, fersku hrásalati og naanbrauði

Kabarett

Rósakálssúpa
Soðin ýsa með kartöflum, gulrótum, rúgbrauði og smjöri
Fimmtudagur

Aðalréttur

Vanilluskyr með rjómablandi
Steikt ýsa með soðnum kartöflum, hrásalati og tartarsósu

Kabarett

Vanilluskyr með rjómablandi
Burritos með kjúklingi, hrísgrjónum, salsasósu, sýrðum rjóma og salati
Föstudagur

Aðalréttur

Sjávarréttasúpa
Steikt grísasnitsel með grænmeti, kryddkartöflum og rósmarínsósu

Kabarett

Sjávarréttasúpa
Laxaþrenna Matborðsins: reyktur lax, grafinn lax og heitreyktur lax með grófu brauði og sósum

Tölurnar á bakvið Matborðið

5.000.000+

Máltíðir frá upphafi

(Og við erum bara rétt að byrja)

70+

Fyririrtæki sem treysta á Matborðið

fyrir hádegismat starfsmanna

43

Ár í eldhúsinu

Þetta er ekki fyrsta pannan okkar.